Innlent

Leitað aftur að týndri flugvél

Í dag fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF í leitarflug á svæðinu þar sem leitað hefur verið að Piper Cherokee flugvél frá því á fimmtudag. Veður og sjólag var gott og aðstæður til leitar góðar, en leitaraðstæður hafa verið mjög slæmar allt frá því slysið varð. Skip sem leið hafa átt um svæðið hafa einnig litast gaumgæfilega um. Enn hefur ekkert fundist sem bent gæti til afdrifa flugmannsins eða flugvélarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×