Innlent

Fjölmenni á fundi um olíuhreinsistöð

Á annað hundrað manns ræddu olíuhreinsistöð á Vestfjörðum á málþingi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir verulega sjónmengun af slíkri stöð.

Fjórðungssamband Vestfirðinga stóð fyrir málþinginu í dag en í gær fór sambærilegt þing fram á Bíldudal. Á þinginu voru ræddar hugmyndir um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, var á meðal þeirra sem héldu erindi á þinginu. Árni segir gríðarlega sjónmengun af stöðinni og að hún muni skaða ímynd Vestfjarða fyrir ferðamenn. Ólafur Egilsson, stjórnarformaður Íslensks hátækniiðnaðar, sem vill reisa stöðina er ekki sammála Árna og telur hann að margir eigi eftir að gera sér ferð í skammdeginu til að sjá ljósadýrð stöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×