Innlent

Hafís kominn í mynni Húnaflóa

Hafís er kominn í mynni Húnaflóa og þurfti fiskiskip, sem var á leið vestur fyrir Horn í gærkvöldi, að krækja fyrir hann.

Að sögn skipstjórans var talsvert rek á ísnum til suðurs, en ekki hafa borist fréttir af honum í morgun. Það er því ekki vitað hvort hann er einhvers staðar landfastur. Stærstu jakarnir sjást vel á ratsjá en sjófarendur á þesum slóðum verða að sýna aðgát því íshröngl er á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×