Viðskipti innlent

Kaupþing og aðrir bankar á uppleið

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm

Gengi Kaupþings hækkaði um rúm 1,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu allir íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin en gengi þeirra allra hefur hækkað um rúmt prósent.

Færeysku bankarnir standa hins vegar í stað á sama tíma.

Þá hefur gengi Bakkavarar hækkað um rúm 1,6 prósent og Teymis um 0,6 prósent.

Einungis gengi bréfa í Flögu hefur lækkað á móti, eða um eitt prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,36 prósent frá upphafi dags og stendur vísitalan í 4.882 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×