Golf

Keppni frestað á Flórída

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jeff Maggert ræðir málin við kylfusveininn sinn.
Jeff Maggert ræðir málin við kylfusveininn sinn. Nordic Photos / Getty Images
Jeff Maggert er með þriggja högga forystu á PODS-meistaramótinu í golfi á Flórída í Bandaríkjunum en keppni var frestað í nótt vegna regns.

Það var einnig mikill vindur á keppnisstaðnum en Maggert náði engu að síður að ná þremur fuglum á fyrstu fjórum holunum sínum. Hann var á samtals átta höggum undir pari þegar keppni var hættt.

Kenny Perry og DJ Trahan koma næstir á fimm höggum undir pari en nokkrir eru á fjórum höggum undir pari, til að mynda Bart Bryant sem var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn.

Keppni verður haldið áfram í dag en sýnt verður beint frá lokakeppnisdeginum á Sýn á sunnudaginn klukkan 21.50.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×