Handbolti

Öruggur sigur HK á ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Hjaltested skoraði fimm mörk fyrir HK í dag.
Ragnar Hjaltested skoraði fimm mörk fyrir HK í dag.

Einum leik er lokið í N1-deild karla í handbolta en HK vann öruggan sigur á ÍBV á heimavelli, 35-27.

Staðan í hálfleik var 16-11, heimamönnum í vil. Ragnar Hjaltested var markahæstur þeirra með sex mörk en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu fimm mörk hver.

Hjá ÍBV var Sigurður Bragason markahæstur með átta mörk en Sergiy Trotsenko skoraði sex mörk.

HK kom sér þar með upp í þriðja sæti deildarinnar en liðið er með 24 stig eftir nítján leiki. ÍBV er á botni deildarinnar með fjögur stig.

Valur getur endurheimt þriðja sætið með sigri á Akureyri en sá leikur hefst klukkan 18.15.

Klukkan 16.00 hófst leikur Hauka og Stjörnunnar en síðarnefnda liðið getur jafnað HK að stigum með sigri. Haukar eru þó topplið deildarinnar og geta endurheimt fjögurra stiga forskot á toppnum ef þeir vinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×