Formúla 1

Aguri liðið mætir þrátt fyrir peningaleysi

Aguri liðið mætir í fyrsta mót.

Japanska keppnisliðið er mætt til Ástralíu, þrátt fyrir þær fréttir að eigandi liðsins hafi leitað logandi ljósi að fjármagni til að greiða rekstrarkostnað. Auguri Suzuki var alla síðustu viku í leit að fjármagni, eftir að hafa lent í fjárhagsörðugleikum.

Búnaður liðsins er kominn til Melbourne í Ástralíu, en líklegt er að Anthony Davidson og Takuma Sato aki bílunum, en liðið hefur ekki staðfest ökumenn liðsins enn sem komið er. Það gerir varla mikið fyrir sjálfstraust ökumannanna tveggja sem hafa lengið beðið eftir staðfestingu.

Aguri liðið nýtur styrks frá Honda í Japan, sem rekur þó sitt eigið keppnislið. Aguri menn stóðu sig oft betur en Honda liðið í fyrra, sem vakti nokkra gremju meðal Honda, sem dælt hefur fjármagni í liðið.

Fyrsta Formúlu 1 mót ársins er í Melbourne um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×