Erlent

Kynferðisglæpamenn í sænskum skólum

Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð skrifar
Svíar eru slegnir yfir fréttum af því að ekki færri en 75 dæmdir barnaníðingar hafi fengið vinnu í sænskum skólum og dagheimilum frá árinu 2003. Sænska sjónvarpsstöðin TV 4 upplýsti þetta í þætti sem heitir Kaldar staðreyndir.

Þetta gerðist þrátt fyrir að árið 2001 hafi verið sett lög sem kveða á um að allir sem fái vinnu á barnaheimilum eða dagheimilum skuli leggja fram sakavottorð frá lögreglunni. Í frétt TV 4 segir að margir barnaníðinganna hafi ítrekað brotið af sér.

Jan Björklund, menntamálaráðherra Svíþjóðar, segist skelfingu lostinn yfir þessum upplýsingum. „Þetta er gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreint ábyrgðarleysi," segir hann.

Hann hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um sektir á sveitarfélög og sektir eða brottrekstur skólastjóra sem vanræki skyldur sínar með þessum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×