Viðskipti innlent

Geðvonskuleg svör Jóns Ásgeirs

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

„Ég var nú ekki nógu ánægður með þau svör sem ég fékk og fannst þau geðvonskuleg og skapofsinn var mikill," segir Vilhjálmur Bjarnason hluthafi í FL Group sem lagði fram átta spurningar í nokkrum liðum fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann FL Group á aðalfundi félagsins í dag.

Spurningar Vilhjálms voru í nokkrum liðum og fór hann um víðan völl í spurningavali sínu. Endanleg svör hafa þó ekki borist en skriflegra svara er að vænta innan tveggja vikna að sögn Vilhjálms.

Vilhjálmur spurði meðal annars hvort rétt væri að Sigurður Helgason hefði fengið 3000 dali á dag frá félaginu í dagpeningum þegar hann fór á stjórnarfund FinAir.

Vilhjálmur fékk ekki svar við þeirri spurningu en vill þó taka fram að spurningunni sé ekki beint að Sigurði sjálfum. „Ég var fyrst og fremst að spyrjast fyrir um það kostnaðarflipp sem menn hafa verið á. Það eru fáir menn sem ég virði og met jafn mikils í viðskiptalífinu og Sigurð Helgason," sagði Vilhjálmur sem bíður spenntur eftir endanlegum svörum frá stjórn FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×