Formúla 1

Barichello nálgast met

Barrichello hefur ekið með Jordan, Stewart, Ferrari og Honda á ferlinum
Barrichello hefur ekið með Jordan, Stewart, Ferrari og Honda á ferlinum NordcPhotos/GettyImages

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello hjá Honda í Formúlu 1 ekur í sinni 250. keppni á ferlinum í Ástralíu á sunnudaginn. Hann vantar aðeins sjö keppnir í viðbót til að verða reyndasti ökuþór í sögu Formúlu 1.

Barrichello keyrði sína fyrstu keppni fyrir Jordan liðið á Kyalami í Suður-Afríku fyrir 15 árum síðan og vantar nú lítið upp á að jafna met Riccardo Patrese sem ók í 256 keppnum á árunum 1977 til 1993.

Michael Schumacher, fyrrum félagi Barrichello hjá Ferrari-liðinu, er þriðji reyndasti ökuþórinn í Formúlu 1 með 248 keppnir að baki, en Barrichello tók fram úr honum á listanum í sinni síðustu keppni á síðasta tímabili.

David Couthard er enn að, en hann hefur keppt 228 sinnum sem aðalökumaður á löngum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×