Viðskipti erlent

Bear Stearns kominn á botninn

Fólk gengur framhjá höfuðstöðvum Bear Stearns en gengi bréfa í bankanum hefur fallið gríðarlega í morgun.
Fólk gengur framhjá höfuðstöðvum Bear Stearns en gengi bréfa í bankanum hefur fallið gríðarlega í morgun. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag.

Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag.

Í kjölfarið greindi fjárfestingarbankinn JP Morgan og bandaríski seðlabankinn frá því að þeir ætli að lána bankanum fé til áframhaldandi rekstrar til að forða honum frá gjaldþroti. Tilkynnt var svo um það í gærkvöldi að JP Morgan ætli að kaupa bankann fyrir tvo dali á hlut. Til samanburðar stóð verðmætið í 3,5 milljörðum dala fyrir mánuði.

Viðskipti hefjast á bandarískum hlutabréfamarkaði klukkan tvö að íslenskum tíma í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×