Formúla 1

Rakst á takka sem takmarkaði hraða

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kovalainen á fullri ferð?
Kovalainen á fullri ferð?

Heikki Kovalainen lenti í því í kappakstrinum í Melbourne um helgina að hann rakst óvart á takka sem takmarkaði hraða hans á beina kaflanum. Hann hafði nýlega farið framúr Fernando Alonso þegar það gerðist.

Umræða er um að sama hafi gerst þegar Lewis Hamilton tapaði titlinum í Brasilíu í fyrra.

„Kovalainen var að rífa filmu af hjálmskyggninu þegar hann rakst óvart í takkann á stýrinu, sem notaður er til að takmarka hraða ökumanna í þjónustuhléum", sagði Ron Dennis hjá McLaren um málið.

Kovalainen hafði ekið vel, var á leið í fyrsta eða annað sætið þegar öryggisbíll kom út og rústaði möguleikum hans á slíkum árangri. Hann féll í fimmta sæti, en náði framúr Alonso með snilldar framúrakstri.

Nánar á kappakstur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×