Viðskipti innlent

Uppsveifla um allan heim - nema hér

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, sem fagnar þrítugsafmæli í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 19 prósent á tveimur dögum.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, sem fagnar þrítugsafmæli í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 19 prósent á tveimur dögum.

Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs, sem bæði voru yfir væntingum, auk þess sem beðið er stýrivaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans. Fjármálasérfræðingar gera ráð fyrir mikilli lækkun stýrivaxta vestanhafs í dag, allt upp undir einu prósenti.

Á sama tíma hefur dýfan haldið áfram á íslenskum hlutabréfamarkaði en Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,14 prósent. Munar þar mestu um gengi bréfa í Glitni, sem hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og Kaupþingi, sem hefur mesta vægið í Úrvalsvísitölunni. Það hefur hækkað um tæp 0,6 prósent. Þá hefur gengi Flögu sömuleiðis hækkað um 3,4 prósent, sem er mesta hækkun dagsins.

Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur fallið um 5,7 prósent, í FL Group um 5,5 prósent, Eikarbanka um 3,7 prósent og Existu, Eimskipafélagsins og Teymi um 2,6 prósent.

Á sama tíma hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi rokið upp um 3,17 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um jafn mikið og Cac-40 vísitalan um rúm 3 prósent. Þá hafa Dow-Jones og Nasdaq-vísitölurnar í Bandaríkjunum báðar hækkað um rúm tvö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×