NBA í nótt: Gríðarlega mikilvægur sigur Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2008 09:53 Allen Iverson var ánægður með sigurinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira