Raikkonen vann í Malasíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 08:41 Felipe Massa var með forystuna fyrst um sinn en féll svo úr leik. Nordic Photos / AFP Finninn og heimsmeistarinn Kimi Raikkönen fagnaði sigri í Formúlu 1-keppninni í Malasíu í morgun eftir að félagi hans, Felipe Massa, datt úr leik um miðja keppni. Ferrari-mennirnir voru með örugga forystu alla keppnina en Massa var á ráspól. Hann féll svo úr leik eftir að hann missti stjórn á bílnum sem festist í möl í kjölfarið. Massa hélt forystunni fyrst um sinn en eftir fyrsta þjónustuhléið náði Raikkönen að taka forystusætið af Massa. Hamilton var í fimmta sætinu fyrir fyrsta viðgerðarhléið en mistök á viðgerðarsvæðinu kostuðu hann dýrmætan tíma þar. Eftir þetta var Raikkönen í öruggri forystu og Pólverjinn Robert Kubica fylgdi honum í öðru sæti allt til loka keppninnar. Heikki Kovalainen, ökumaður McLaren, varð í þriðja sæti, Jarno Trulli, Toyota, varð fjórði og Lewis Hamilton varð að gera sér fimmta sætið að góðu. Hamilton fékk þrjú stig í dag sem þýðir að hann er enn með forystu í stigakeppni ökuþóra, með þriggja stiga forystu á Raikkönen. Úrslitin: 1. Kimi Raikkönen, Ferrari 2. Robert Kubica, BMW 3. Heikki Kovalainen, McLaren 4. Jarno Trulli, Toyota 5. Lewis Hamilton, McLaren 6. Nick Heidfeld, BMW 7. Mark Webber, Red Bull 8. Fernando Alonso, Renault 9. David Coulthard, Red Bull 10. Jenson Button, Honda 11. Nelson Piquet, Renault 12. Giancarlo Fisichella, Force India 13. Rubens Barrichello, Honda 14. Nico Rosberg, Williams 15. Anthony Davidson, Super Aguri 16. Takuma Sato, Super Aguri 17. Kazuki Nakajima, Williams Úr leik: Sebastian Vettel, Toro Rosso Adrian Sutil, Force India Timo Glock, Toyota Sebastian Bourdais, Toro Rosso Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 14 stig 2. Raikkönen 11 3. Heidfeld 11 4. Kovalainen 10 5. Kubica 8 6. Rosberg 6 7. Alonso 6 8. Truli 5Stigakeppni bílasmiða: 1. McLaren 24 stig 2. BMW 19 3. Ferrari 11 4. Williams 9 5. Renault 6 6. Toyota 5 7. Red Bull 2 8. Toro Rosso 2 Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Finninn og heimsmeistarinn Kimi Raikkönen fagnaði sigri í Formúlu 1-keppninni í Malasíu í morgun eftir að félagi hans, Felipe Massa, datt úr leik um miðja keppni. Ferrari-mennirnir voru með örugga forystu alla keppnina en Massa var á ráspól. Hann féll svo úr leik eftir að hann missti stjórn á bílnum sem festist í möl í kjölfarið. Massa hélt forystunni fyrst um sinn en eftir fyrsta þjónustuhléið náði Raikkönen að taka forystusætið af Massa. Hamilton var í fimmta sætinu fyrir fyrsta viðgerðarhléið en mistök á viðgerðarsvæðinu kostuðu hann dýrmætan tíma þar. Eftir þetta var Raikkönen í öruggri forystu og Pólverjinn Robert Kubica fylgdi honum í öðru sæti allt til loka keppninnar. Heikki Kovalainen, ökumaður McLaren, varð í þriðja sæti, Jarno Trulli, Toyota, varð fjórði og Lewis Hamilton varð að gera sér fimmta sætið að góðu. Hamilton fékk þrjú stig í dag sem þýðir að hann er enn með forystu í stigakeppni ökuþóra, með þriggja stiga forystu á Raikkönen. Úrslitin: 1. Kimi Raikkönen, Ferrari 2. Robert Kubica, BMW 3. Heikki Kovalainen, McLaren 4. Jarno Trulli, Toyota 5. Lewis Hamilton, McLaren 6. Nick Heidfeld, BMW 7. Mark Webber, Red Bull 8. Fernando Alonso, Renault 9. David Coulthard, Red Bull 10. Jenson Button, Honda 11. Nelson Piquet, Renault 12. Giancarlo Fisichella, Force India 13. Rubens Barrichello, Honda 14. Nico Rosberg, Williams 15. Anthony Davidson, Super Aguri 16. Takuma Sato, Super Aguri 17. Kazuki Nakajima, Williams Úr leik: Sebastian Vettel, Toro Rosso Adrian Sutil, Force India Timo Glock, Toyota Sebastian Bourdais, Toro Rosso Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 14 stig 2. Raikkönen 11 3. Heidfeld 11 4. Kovalainen 10 5. Kubica 8 6. Rosberg 6 7. Alonso 6 8. Truli 5Stigakeppni bílasmiða: 1. McLaren 24 stig 2. BMW 19 3. Ferrari 11 4. Williams 9 5. Renault 6 6. Toyota 5 7. Red Bull 2 8. Toro Rosso 2
Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira