NBA í nótt: New Orleans vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 10:42 Jannero Pargo átti gríðarlega góðan leik fyrir New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira