Viðskipti innlent

Exista leiddi hækkun í byrjun dags

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi bréfa í Existu rauk upp um tæp 3,9 prósent þegar mest lét í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og þriðji dagurinn í röð sem sprettur er í Kauphöllinni eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti á þriðjudag.

Hækkunin gekk að nokkru leyti til baka og tók Straumur toppsætið með hækkun upp á tæp 3,4 prósent.

Á eftir fylgir SPRON, sem hefur hækkað um 2,75 prósent, Færeyjabanki sem hefur hækkað um 2,67 prósent og Eimskip. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum hafa hækkað talsvert en undir tveimur prósentum.

Einungis gengi bréfa í Icelandic Group hefur lækkað í dag, eða um 1,43 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur að sama skapi hækkað um 1,83 prósent það sem af er dags og stendur hún í 5.115 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×