Viðskipti innlent

Föstudagsstemning á hlutabréfamarkaðnum

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi bankans rauk upp bæði hér heima og í Svíþjóð.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi bankans rauk upp bæði hér heima og í Svíþjóð.

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi rauk upp um tæp 5,4 prósent í Kauphöll Íslands í dag og um rúm átta prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöll Íslands. Á sama tíma féll gengi Icelandic Group um tæp 10 prósent þriðja daginn í röð og hefur það hrunið um 35 prósent á jafn mörgum dögum.

Þá hækkaði gengi Existu um 1,76 prósent í dag, bréf Icelandair um 1,63 prósent, FL Group um 1,44 prósent, Marel um 1,3 prósent, Bakkavör um 1,23 prósent, færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 1,16 prósent og í Straumi um 1,12 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum, Glitni, Atlantic Airways, SPRON og Össuri hækkaði um rúmt prósent.

Á sama tíma féll gengi Eimskipafélagsins um tæp sex prósent, gengi bréfa í Century Aluminum féll um 2,9 prósent og Eik banka um rúm tvö prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Skiptum, móðurfélagi Símans, um 1,58 prósent, í Teymi um 0,69 prósent, í Atorku um 0,68 prósent og í Alfesca um 0,29 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkað um 2,47 prósent og stendur hún í 5.051 stigi.

Gengi krónu styrktist um rúm 2,8 prósent yfir daginn. Gengi bandaríkjadals stendur í 75,7 krónum, evra í 119,4 krónum og breskt pund kostar 150 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×