Fótbolti

Sundsvall tapaði fyrir Helsingborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson, leikmaður Sundsvall.
Sverrir Garðarsson, leikmaður Sundsvall. Mynd/E. Stefán

Ari Freyr Skúlason, Hannes Sigurðsson og Sverrir Garðarsson voru allir í byrjunarliði GIF Sundsvall sem tapaði fyrir Helsingborg í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, 3-0, á heimavelli.

Ara Frey var skipt af velli á 78. mínútu en þeir Sverrir og Hannes léku allan leikinn fyrir GIF. Ólafur Ingi Skúlason sat allan leikinn á varamannabekk Helsinborg.

Tveimur öðrum leikjum er lokið í dag. Hammarby vann Ljungskila á útivelli, 1-0 og Örebro vann Trelleborg, 1-0.

Nú er hálfleikur í leik Malmö og IFK Gautaborg og er staðan enn markalaus. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson eru á sínum stað í vörn Gautaborgar.

Sænska úrvalsdeildin hófst í gær með fjórum leikjum. Sigurður Jónsson og hans menn í Djurgården unnu sigur á Íslendingaliðinu Norrköping, 2-1, og Halmstad vann sigur á Gefle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×