Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi 1. apríl 2008 07:52 Al Gore, friðarverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira