Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal 8. apríl 2008 11:48 Kate McCann brotnaði saman í sjónvarpsviðtali eftir að fjölskyldan sneri aftur frá Portúgal. MYND/AFP Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum. Madeleine McCann Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum.
Madeleine McCann Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira