Framlag Íslendinga mikilvægt Guðjón Helgason skrifar 8. apríl 2008 18:45 Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis. Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis.
Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira