Íslenski boltinn

Ríkharður Jónsson

MYND/MYNDASAFN KSÍ
Var í fyrsta landsliðshópi Íslands sem mætti Dönum árið 1946, þá sextán ára gamall. Hann kom ekki við sögu í leiknum en lék alla landsleiki Íslands næstu þrettán árin og skoraði í þeim sautján mörk. Hann átti markamet landsliðsins þar til það var loksins slegið á síðasta ári. Frægasti landsleikurinn var gegn Svíum á Melavellinum árið 1951 er hann skoraði öll mörkin í 4-3 sigri. Ríkharður varð einu sinni Íslandsmeistari með Fram áður en hann fór aftur upp á Skipaskaga árið 1951 og urðu mikil þáttaskil í sögu íslenskrar knattspyrnu. ÍA varð fyrsta félagið utan höfuðborgarsvæðisins til að verða Íslandsmeistari en alls varð liðið sex sinnum meistari á tíu árum. Ríkharður var markahæsti maður mótsins fimm ár í röð, frá 1951 til 1955.

Landsleikir: 33/17



Fleiri fréttir

Sjá meira


×