Viðskipti innlent

Glitnir spáir minni hækkun vísitölu neysluverðs

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,1 prósent í júlí. Það svarar til 13,7 prósent ársverðbólgu en ársverðbólga var 12,7 prósent í júní.

Í verðbólguspá sem Glitnir gerði 3. júlí var gert ráð fyrir 1,6 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggji fyrir sé hins vegar útlit fyrir minni verðbólgu en greiningin gerði ráð fyrir.

,,Helstu ástæður endurskoðunar spárinnar niður á við liggja í því að gengi krónu var hærra í viðmiðunarvikunni en gert var ráð fyrir auk þess sem olíuverð lækkaði á heimsmarkaði í vikunni. Þá hafa bifreiðaumboðin ekki hækkað verð á nýjum bílum í eins miklum mæli og áætlað var," segir í morgunkorni Glitnis.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×