Viðskipti innlent

Eimskip selur Euro Container Line

Eimskip hefur selt helmingshlut sinn í norska skipafélaginu Euro Container Line. Kaupandi er Wilson ASA, eigandi afgangsins og hefur átt í samstarfi við Eimskip um rekstur norska hlutans síðastliðin níu ár.

Söluandvirði nemur 712 milljónum íslenskra króna en bókfærður hagnaður er 491 milljón króna, að því er segir í tilkynningu.

Þar er ennfremur haft eftir Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskips, að salan sé hluti af yfirlýstri stefnu félagsins að leggja áherslu á frekari uppbyggingu kjarnastarfsemi.

Starfsemi ECL tengist ekki siglingakerfi Eimskips og hefur salan því engin

áhrif á þjónustu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×