Kosningagleði á bandarískum hlutabréfamarkaði 4. nóvember 2008 21:00 Bandarískir verðbréfasalar á Wall Street. Mynd/AP Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum á verðbréfamarkaði vestanhafs að menn séu almennt sammála að botni sé náð á mörkuðum. Litlu skipti hvort John McCain eða Barack Obama vinni því báðir hafi þeir lagt áherslu á að koma í veg fyrir hrun á fjármálamörkuðum. Einmitt af þessum sökum hafi fjárfestar lokað augunum fyrir fremur neikvæðum tölum, sem bendi til mikils samdráttar í bandarísku hagkerfi. Hlutabréfavísitölur risu talsvert víða um heim, eins og áður sagði. Nikkei-vísitalan í Kauphöllinni í Japan skaust upp um 6,27 prósent, FTSE-vísitalan í Bretlandi fór upp úm 4,42 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkaði um fimm prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi fór upp um 4,62 prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér lækkaði á sama tíma um 1,32 prósent. Þá var sömuleiðis góð uppsveifla á bandarískum hlutabréfamörkuðum en Dow Jones-vísitalan fór upp um 3,28 prósent og Nasdaq-vísitalan hækkaði um 3,12 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum á verðbréfamarkaði vestanhafs að menn séu almennt sammála að botni sé náð á mörkuðum. Litlu skipti hvort John McCain eða Barack Obama vinni því báðir hafi þeir lagt áherslu á að koma í veg fyrir hrun á fjármálamörkuðum. Einmitt af þessum sökum hafi fjárfestar lokað augunum fyrir fremur neikvæðum tölum, sem bendi til mikils samdráttar í bandarísku hagkerfi. Hlutabréfavísitölur risu talsvert víða um heim, eins og áður sagði. Nikkei-vísitalan í Kauphöllinni í Japan skaust upp um 6,27 prósent, FTSE-vísitalan í Bretlandi fór upp úm 4,42 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkaði um fimm prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi fór upp um 4,62 prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér lækkaði á sama tíma um 1,32 prósent. Þá var sömuleiðis góð uppsveifla á bandarískum hlutabréfamörkuðum en Dow Jones-vísitalan fór upp um 3,28 prósent og Nasdaq-vísitalan hækkaði um 3,12 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira