Erlent

Vændiskonan hagnast verulega á frægðinni

Vændiskonan sem felldi ríkisstjórann í New York úr embætti kemur til með að hagnast verulega á nýtilkominni frægð sinni.

Vændiskonan Ashley Alexandra Dupre var tilvonandi söngkona er málið komst í hámæli og er nú að semja um útgáfu á fyrstu plötu sinni. Eitt laganna var á MySpace vefsíðu hennar og áður en síðunni var lokað í gær höfðu hundruð þúsunda manns niðurhalað lagið.

Þar að auki hefur tímaritið Penthouse boðið Ashley að verða næsta forsíðustúlka þess og ef hún samþykkir það munu yfir milljón dollarar vera í boði. Fleiri karlatímarit munu einnig íhuga að gera stúlkunni tilboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×