Viðskipti innlent

Bakkavör hækkar um tæp fjögur prósent

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar.

Gengi bréfa í Bakkavör hafa hækkað um rúm 3,6 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti í morgun að það hefði keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjavöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverð er trúnaðarmál. Þetta er mesta hækkunin í Kauphöllinni í dag.

Þá hefur gengi bréfa í Eimskipafélaginu og SPRON hækkað um rétt rúm þrjú prósent en í Kaupþingi og Glitni um rúmt prósent. Landsbankinn, FL Group og Teymi hafa hækkað minna.

Einungis bréf í þremur félögum hafa lækkað. Í Straumi, sem hefur lækkað um 0,4 prósent, í Existu, sem hefur lækkað um eitt prósent og hinum færeyska Eik banka, sem er niður um 2,5 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,12 prósent frá upphafi viðskiptadagsins og stendur hún í 4.896 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×