Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum féll um rúm átta prósent

Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Mynd/Valli
Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum féll um 8,5 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu Exista, sem fór niður um 7,1 prósent og Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem féll um 6,78 prósent. Dagurinn var að öðru leyti litaður af mikilli lækkun á gengi hlutabréfa líkt og víða um heim. Þá féll gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka um 5,26 prósent, í Eimskipafélaginu um 3,96 prósent og í Spron um 3,23 prósent. Gengi bréfa í Össur, Bakkavör og Marel féll um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna. Einungis gengi bréfa í Alfesca og Atorku hækkaði í dag, bæði um rúmt prósent. Úrvalvísitalan lækkaði um 1,23 prósent og stendur hún í 3.851 stigi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×