Skjálftarnir ollu engum skemmdum en gerðu fólki hinsvegar rækilega rúmrusk. Raunar eru íbúar fyrir austan fjall orðnir nokkuð sjóaðir í að standa af sér eftirskjálftana sem nú skipta þúsundum.
Fjöldahjálparstöðvar verða opnar í dag eins og undanfarna daga. Haldið verður áfram að meta skemmdir á húsum og innanstokksmunum.
Áfallateymi verða einnig til taks, enda getur langur tími liðið frá því fólk verður fyrir áföllum og þartil það fer að finna fyrir vanlíðan.