Innlent

Borgarstjórnin kolfallin

Samfylkingin fengi 45% atkvæða og hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú, samkvæmt könnun Capacent Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 27% atkvæða.

Einungis 11% svarenda í Reykjavík segjast ánægðir með störf Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra en 68% eru óánægð.

Í könnuninni mældist fylgi VG með 19,3% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 4,2% en Frjályndir, listi Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, með 3,3%.

Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Samfylkingin hreinan meirihluta og átta borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkirnn fengi 4 borgarfulltrúa en VG þrjá. Aðrir flokkar kæmu ekki manni að. Könnunin var gerð 14.-27. maí og voru 1220 Reykvíkingar í úrtaki. Svarhlutfall var 67%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×