Viðskipti innlent

Exista leiðir lækkun dagsins

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 2,4 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins.

Á eftir fylgja Færeyjabanki, sem hefur lækkað um 0,94 prósent, Alfesca, sem hefur lækkað um 0,74 prósent og Eimskip, en gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 0,71 prósent. Þá hefur gengi Marels lækkað um rúm 0,5 prósent.

Gengi bréfa í Bakkavör, Landsbankanum, Össur, Kaupþingi og Straumi hefur lækkað minna.

Engin breyting er á gengi annarra félaga.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,34 prósent frá upphafi dagsins og stendur hún í 4.156 stigum. Vísitalan lækkaði um 1,31 prósent í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×