Sport

Khan rotaður á innan við mínútu

Prescott lumbraði á vonarstjörnu Breta
Prescott lumbraði á vonarstjörnu Breta NordicPhotos/GettyImages

Amir Khan, vonarstjarna Breta í hnefaleikum, mátti þola sitt fyrsta tap í hringnum í gærkvöld þegar hann lék Kólumbíumanninn Breidis Prescott rota sig á innan við einni mínútu í fyrstu lotu.

Þetta var fyrsti "stóri" sjónvarpsbardagi Khan á ferlinum en hann hefði ekki tapað í 18 bardögum eftir að hann gerðist atvinnumaður. Prescott var líka ósigraður og landaði þungum höggum á Khan og kom honum strax í gólfið.

Bretinn náði að komast á fætur þegar dómarinn hafði talið upp í 8, en var sleginn jafnharðan niður á ný.

Breskir fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr tapi Khan í gær og kenna umboðsmanni hins 21 árs gamla hnefaleikara um að hafa stillt honum upp gegn of sterkum andstæðingi of snemma.

Khan hefur lofað því að hann muni koma tvíefldur til baka, en hann er almennt álitinn krónprinsinn í boxinu á Bretlandsleyjum og er ætlað að taka við kyndlinum af mönnum eins og Joe Calzaghe og Ricky Hatton.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×