Viðskipti innlent

Tvö félög falla um 20 prósent í Kauphöllinni

Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Mynd/Valli
Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum og bandaríska álfélagsins Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga hefur fallið um rúm 20 prósent í dag. Þá hefur Bakkavör fallið um tæp 15 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 14, krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í enda ágúst árið 2003. Gengi bréfa í Atorku hefur fallið um rúm átta prósent en Færeyjabanka, Icelandair, Össur, Eik banka, Marel, Atlantic Airways, Alfesca og Eimskipafélaginu hefur lækkað minna. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,21 prósent og stendur vísitalan í 3.089 stigum. Ekki mikil viðskipti standa á bak við viðskiptin en heildarvelta í Kauphöllinni nemur 951 milljón króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×