„Það tapaði enginn meiri peningum á þessu en ég“ 17. september 2008 00:01 Samsett myndin Kauphöllin hefur gert athugasemdir. Fjármálaeftirlitið hefur að minnsta kosti þrennt til skoðunar. Fyrrverandi forstjóri hefur stefnt félaginu. Heilt fyrirtæki hefur verið afskrifað. Tugmilljarða ábyrgð hefur fallið. Eigið fé er með minnsta móti. Stærsta eignin er til sölu og Björgólfsfeðgar sjá fram á yfirtökuskyldu. Félagið hefur tvisvar skipt um nafn. Hér er rætt um stutt skeið í lífi „óskabarns þjóðarinnar“ – Eimskipafélags Íslands. erfiðleikar upp á yfirborðiðEngan grunaði hvað væri í aðsigi hjá Eimskipafélaginu framan af síðasta ári og í byrjun þessa árs. Félagið hafði orðið hluti af Avion Group-samstæðunni. Þar með var það þátttakandi í flugrekstri og fleiru. Eignum fjölgaði, en síðan var hætt í fluginu og áherslan lögð á sjóflutninga og frystigeymslur. Félögin Innovate, Atlas og Versacold voru keypt. Magnús Þorsteinsson, eigandi stærsta hlutarins og stjórnarformaður, hættir síðan óvænt, löngu fyrir aðalfund. Í febrúar hættir forstjórinn Baldur Guðnason. Svo var Innovate afskrifað og ábyrgð vegna XL Leisure féll á félagið. grugg í bókhaldinuKauphöllin gerði athugasemdir við afskriftirnar á Innovate og það tók Fjármálaeftirlitið síðan til rannsóknar. Rannsóknin stendur enn. Eftirlitið veltir líka fyrir sér hugsanlegri yfirtökuskyldu Björgólfsfeðga á fyrirtækinu, í kjölfarið á stóru gjaldþroti XL Leisure Group, en Eimskipafélagið hafði tekið við ábyrgð á lánum þess við Landsbankann, þegar stjórnendur þess keyptu félagið. Skýringin, samkvæmt heimildum Markaðarins, er einföld: Landsbankinn neitaði að flytja lánið til kaupendanna nema seljandinn ábyrgðist það. Feðgarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir myndu ábyrgjast lánið, félli það á Eimskip.Eimskipafélagið gerði Fjármálaeftirlitinu að fyrra bragði viðvart um athugasemdir sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG gerði sumarið 2006, vegna bókhalds Excel Airways, sem síðar varð XL Leisure. Fram kom í fréttum breskra miðla um helgina að KPMG hefði sagt sig frá endurskoðun reikninga vegna „tiltekinnar óreiðu“ í bókhaldi XL (þá Excel), vegna samninga við Alpha Airports.„Við tókum þessar ábendingar mjög alvarlega, þvert á það sem gefið hefur verið í skyn og sendum frá okkur tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hafði ég sjálfur frumkvæði að því að leita til Fjármálaeftirlitsins og skýra þeim frá rannsókn okkar og málavöxtum, enda vildi ég hafa alla þessa hluti á hreinu,“ segir Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips og Avion Group.Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var að engin gögn bentu til þess að stjórnendur Avion hefðu átt þátt í eða vitað um óreiðu hjá Excel.Hægt að vera vitur eftir áVarðandi hvort farið hafi verið fram meira af kappi en forsjá í fjárfestingum á vegum Eimskips, segir Magnús að eflaust megi gagnrýna eitt og annað. „Keypt voru ákaflega mörg félög, tólf til fimmtán á tiltölulega stuttum tíma. Flest hafa gengið ljómandi vel og verið félaginu til framdráttar. Því miður tókst þetta ekki allt saman og eftir á að hyggja, hefði maður vitað að ekki yrði hægt að fá lánaða peninga nokkurs staðar í veröldinni, hefði verið rétt að fara einhvers staðar aðeins hægar yfir.“ Stjórnin rannsakar MagnúsStjórn Eimskips tilkynnti á dögunum að fram færi rannsókn á ýmsum þáttum „sem tengjast rekstri félagsins frá fyrri tíð“, eins og segir í tilkynningu.Magnús segist engar athugasemdir gera við rannsóknina á þáttum í rekstrinum meðan hann var þar stjórnarformaður. Hann kveðst gjarnan vilja að allt komi upp á yfirborðið, hann hafi ekkert að fela. „Stjórn er valin af hluthöfum og ber skylda til að kanna hvort eitthvað hafi verið athugavert við fyrri störf stjórnenda, vakni spurningar um slíkt,“ segir hann. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í fullu umboði og unnar í samræmi við það sem alvanalegt er. „Ég var þarna stjórnarformaður, en sá ekki um daglegan rekstur. Forstjórinn sinnti þeim störfum.“Hver á Eimskip?Ekki hefur verið talið fullvíst hver fari í raun með þriðjungshlut í Eimskipafélaginu, sem skráður er á félag Magnúsar Þorsteinssonar, Frontline Holding. Jafnvel hefur verið talið að hann sé í höndum Landsbankans. Fjárfestingarfélagið Grettir á svo annan þriðjung. Þar ræður Björgólfur Guðmundsson mestu.Magnús segist enn eiga þriðjungshlut sinn í Eimskip og hafnar því að Björgólfsfeðgar eða Landsbankinn fari með þann hlut, eins og fullyrt hefur verið. „Ég held á þessum hlut og þannig er það,“ segir hann og neitar því um leið að hann sé alfarinn úr landi. „Ég sinni mínum fjárfestingum úti um allan heim og dvel í Rússlandi þeirra vegna stóran hluta í hverjum mánuði. Mitt heimili og varnarþing er á Akureyri.“Rangfærslur baldursÍ bréfi sem upplýst hefur verið að Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri, hafi sent stjórn félagsins fyrir síðustu áramót, kemur fram að hann hafi varað við flugrekstrinum og ætlað þá að segja upp störfum sínum af þeim sökum. „Þetta er innanhússplagg sem ég harma, Baldurs vegna og félagsins, að hann hafi birt. Það er mikið af rangfærslum í þessu bréfi og ég hef í sjálfu sér ekkert meira um það að segja,“ segir Magnús.Þá telur hann óréttmætt að draga upp þá mynd að hefðbundinn flutningarekstur Eimskips blæði nú fyrir fjárfestingar í flugrekstri sem alltaf hafi verið tap á. „Þegar Avion keypti Eimskip voru innan þess félög á borð við Atlanta og XL að hluta til. Atlanta hafði gengið misvel eins og gengur, en rekstur XL hafði gengið ljómandi vel tvö árin á undan og mjög fínn hagnaður af rekstri þess. Á þeim tíma, eða fyrir þremur árum, voru því engin teikn um annað en þetta gæti lukkast mjög vel og styrkt hvert annað. En ef kristalskúlan hérna á borðinu mínu væri aðeins skýrari en hún er, hefði maður ekki verið jafn stór í flugrekstri og raun bar vitni. Aðgangur að lánsfjármagni hefur hins vegar gjörbreyst, olíuverð margfaldast og allar aðstæður eru nú aðrar.“Enginn tapað meiruMagnús vill taka skýrt fram, að honum þyki mjög miður hvernig málum er komið. Hann segir, aðspurður, að enn ríki full vinátta milli sín og Björgólfsfeðga. „Það er ekkert illt á milli okkar feðga. Við erum enn þá viðskiptafélagar á ýmsum stöðum. Samgangur eða samskipti eru ekki eins og þau voru, þegar við rákum fyrirtæki beinlínis saman, en það er ástæðulaust að lesa eitthvað í það.“Magnús segir vel hægt að rétta við rekstur Eimskipafélagsins og ekki trúa öðru en núverandi stjórn og hluthafar einhendi sér í að hjálpa þessu fornfræga félagi. Spurður hvort hann sé reiðubúinn að koma að þeirri endurskipulagningu, jafnvel með nýtt fjármagn, segir hann að slíkt megi vel skoða. „Ég tek afstöðu til þess eftir því hvernig það liggur á hverjum tíma,“ segir hann og kveðst tilbúinn að gera það sem hann getur til að hjálpa. „Þessi staða er auðvitað alvarleg. Það er alvarleg staða í viðskiptalífi heimsins yfirhöfuð og áföll dynja yfir á öllum sviðum.Engum þykir staða Eimskipafélagsins nú leiðinlegri heldur en mér og enginn hefur tapað meiri peningum á þessu en ég, það er ágætt að menn geri sér grein fyrir því,“ segir Magnús, en þriðjungshlutur hans í félaginu, sem metinn var á 25 milljarða í fyrra, er nú tæplega fjögurra milljarða króna virði. Undir smásjánni Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Sjá meira
Kauphöllin hefur gert athugasemdir. Fjármálaeftirlitið hefur að minnsta kosti þrennt til skoðunar. Fyrrverandi forstjóri hefur stefnt félaginu. Heilt fyrirtæki hefur verið afskrifað. Tugmilljarða ábyrgð hefur fallið. Eigið fé er með minnsta móti. Stærsta eignin er til sölu og Björgólfsfeðgar sjá fram á yfirtökuskyldu. Félagið hefur tvisvar skipt um nafn. Hér er rætt um stutt skeið í lífi „óskabarns þjóðarinnar“ – Eimskipafélags Íslands. erfiðleikar upp á yfirborðiðEngan grunaði hvað væri í aðsigi hjá Eimskipafélaginu framan af síðasta ári og í byrjun þessa árs. Félagið hafði orðið hluti af Avion Group-samstæðunni. Þar með var það þátttakandi í flugrekstri og fleiru. Eignum fjölgaði, en síðan var hætt í fluginu og áherslan lögð á sjóflutninga og frystigeymslur. Félögin Innovate, Atlas og Versacold voru keypt. Magnús Þorsteinsson, eigandi stærsta hlutarins og stjórnarformaður, hættir síðan óvænt, löngu fyrir aðalfund. Í febrúar hættir forstjórinn Baldur Guðnason. Svo var Innovate afskrifað og ábyrgð vegna XL Leisure féll á félagið. grugg í bókhaldinuKauphöllin gerði athugasemdir við afskriftirnar á Innovate og það tók Fjármálaeftirlitið síðan til rannsóknar. Rannsóknin stendur enn. Eftirlitið veltir líka fyrir sér hugsanlegri yfirtökuskyldu Björgólfsfeðga á fyrirtækinu, í kjölfarið á stóru gjaldþroti XL Leisure Group, en Eimskipafélagið hafði tekið við ábyrgð á lánum þess við Landsbankann, þegar stjórnendur þess keyptu félagið. Skýringin, samkvæmt heimildum Markaðarins, er einföld: Landsbankinn neitaði að flytja lánið til kaupendanna nema seljandinn ábyrgðist það. Feðgarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir myndu ábyrgjast lánið, félli það á Eimskip.Eimskipafélagið gerði Fjármálaeftirlitinu að fyrra bragði viðvart um athugasemdir sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG gerði sumarið 2006, vegna bókhalds Excel Airways, sem síðar varð XL Leisure. Fram kom í fréttum breskra miðla um helgina að KPMG hefði sagt sig frá endurskoðun reikninga vegna „tiltekinnar óreiðu“ í bókhaldi XL (þá Excel), vegna samninga við Alpha Airports.„Við tókum þessar ábendingar mjög alvarlega, þvert á það sem gefið hefur verið í skyn og sendum frá okkur tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hafði ég sjálfur frumkvæði að því að leita til Fjármálaeftirlitsins og skýra þeim frá rannsókn okkar og málavöxtum, enda vildi ég hafa alla þessa hluti á hreinu,“ segir Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips og Avion Group.Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins var að engin gögn bentu til þess að stjórnendur Avion hefðu átt þátt í eða vitað um óreiðu hjá Excel.Hægt að vera vitur eftir áVarðandi hvort farið hafi verið fram meira af kappi en forsjá í fjárfestingum á vegum Eimskips, segir Magnús að eflaust megi gagnrýna eitt og annað. „Keypt voru ákaflega mörg félög, tólf til fimmtán á tiltölulega stuttum tíma. Flest hafa gengið ljómandi vel og verið félaginu til framdráttar. Því miður tókst þetta ekki allt saman og eftir á að hyggja, hefði maður vitað að ekki yrði hægt að fá lánaða peninga nokkurs staðar í veröldinni, hefði verið rétt að fara einhvers staðar aðeins hægar yfir.“ Stjórnin rannsakar MagnúsStjórn Eimskips tilkynnti á dögunum að fram færi rannsókn á ýmsum þáttum „sem tengjast rekstri félagsins frá fyrri tíð“, eins og segir í tilkynningu.Magnús segist engar athugasemdir gera við rannsóknina á þáttum í rekstrinum meðan hann var þar stjórnarformaður. Hann kveðst gjarnan vilja að allt komi upp á yfirborðið, hann hafi ekkert að fela. „Stjórn er valin af hluthöfum og ber skylda til að kanna hvort eitthvað hafi verið athugavert við fyrri störf stjórnenda, vakni spurningar um slíkt,“ segir hann. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í fullu umboði og unnar í samræmi við það sem alvanalegt er. „Ég var þarna stjórnarformaður, en sá ekki um daglegan rekstur. Forstjórinn sinnti þeim störfum.“Hver á Eimskip?Ekki hefur verið talið fullvíst hver fari í raun með þriðjungshlut í Eimskipafélaginu, sem skráður er á félag Magnúsar Þorsteinssonar, Frontline Holding. Jafnvel hefur verið talið að hann sé í höndum Landsbankans. Fjárfestingarfélagið Grettir á svo annan þriðjung. Þar ræður Björgólfur Guðmundsson mestu.Magnús segist enn eiga þriðjungshlut sinn í Eimskip og hafnar því að Björgólfsfeðgar eða Landsbankinn fari með þann hlut, eins og fullyrt hefur verið. „Ég held á þessum hlut og þannig er það,“ segir hann og neitar því um leið að hann sé alfarinn úr landi. „Ég sinni mínum fjárfestingum úti um allan heim og dvel í Rússlandi þeirra vegna stóran hluta í hverjum mánuði. Mitt heimili og varnarþing er á Akureyri.“Rangfærslur baldursÍ bréfi sem upplýst hefur verið að Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri, hafi sent stjórn félagsins fyrir síðustu áramót, kemur fram að hann hafi varað við flugrekstrinum og ætlað þá að segja upp störfum sínum af þeim sökum. „Þetta er innanhússplagg sem ég harma, Baldurs vegna og félagsins, að hann hafi birt. Það er mikið af rangfærslum í þessu bréfi og ég hef í sjálfu sér ekkert meira um það að segja,“ segir Magnús.Þá telur hann óréttmætt að draga upp þá mynd að hefðbundinn flutningarekstur Eimskips blæði nú fyrir fjárfestingar í flugrekstri sem alltaf hafi verið tap á. „Þegar Avion keypti Eimskip voru innan þess félög á borð við Atlanta og XL að hluta til. Atlanta hafði gengið misvel eins og gengur, en rekstur XL hafði gengið ljómandi vel tvö árin á undan og mjög fínn hagnaður af rekstri þess. Á þeim tíma, eða fyrir þremur árum, voru því engin teikn um annað en þetta gæti lukkast mjög vel og styrkt hvert annað. En ef kristalskúlan hérna á borðinu mínu væri aðeins skýrari en hún er, hefði maður ekki verið jafn stór í flugrekstri og raun bar vitni. Aðgangur að lánsfjármagni hefur hins vegar gjörbreyst, olíuverð margfaldast og allar aðstæður eru nú aðrar.“Enginn tapað meiruMagnús vill taka skýrt fram, að honum þyki mjög miður hvernig málum er komið. Hann segir, aðspurður, að enn ríki full vinátta milli sín og Björgólfsfeðga. „Það er ekkert illt á milli okkar feðga. Við erum enn þá viðskiptafélagar á ýmsum stöðum. Samgangur eða samskipti eru ekki eins og þau voru, þegar við rákum fyrirtæki beinlínis saman, en það er ástæðulaust að lesa eitthvað í það.“Magnús segir vel hægt að rétta við rekstur Eimskipafélagsins og ekki trúa öðru en núverandi stjórn og hluthafar einhendi sér í að hjálpa þessu fornfræga félagi. Spurður hvort hann sé reiðubúinn að koma að þeirri endurskipulagningu, jafnvel með nýtt fjármagn, segir hann að slíkt megi vel skoða. „Ég tek afstöðu til þess eftir því hvernig það liggur á hverjum tíma,“ segir hann og kveðst tilbúinn að gera það sem hann getur til að hjálpa. „Þessi staða er auðvitað alvarleg. Það er alvarleg staða í viðskiptalífi heimsins yfirhöfuð og áföll dynja yfir á öllum sviðum.Engum þykir staða Eimskipafélagsins nú leiðinlegri heldur en mér og enginn hefur tapað meiri peningum á þessu en ég, það er ágætt að menn geri sér grein fyrir því,“ segir Magnús, en þriðjungshlutur hans í félaginu, sem metinn var á 25 milljarða í fyrra, er nú tæplega fjögurra milljarða króna virði.
Undir smásjánni Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Sjá meira