Viðskipti innlent

Gjaldeyrisreglur Seðlabankans endurskoðaðar - ekki lögin

Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.
Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Mynd/GVA

Endurskoðun stendur til á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál en ekki á lögunum sem slíkum. Þetta segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Hann segir forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja hér á landi hafa leitað til Seðlabankans vegna reglna Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku en margir telja þau hamla fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum sem skrá hlutafé sitt í annarri mynt en krónum.

Jón Þór sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að markmið reglna Seðlabankans eiga að skrúfa tímabundið fyrir útflæði gjaldeyris.

Hann segir jafnframt að farið verði yfir málið með þeim og reglunum breytt í samræmi við það. „Það mun verða rætt fljótt og vel við alla aðila," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×