Erlent

Hinar áttfættu sennilega ekki fleiri en í meðalári

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi er af ættkvíslinni tegenaria og fannst í farmi sem var að koma frá Ítalíu í vor.
Þessi er af ættkvíslinni tegenaria og fannst í farmi sem var að koma frá Ítalíu í vor.

„Þessi spurning er borin upp á hverju einasta ári," sagði Þóra Hrafnsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, innt eftir því hvort eitthvað væri hæft í því að óvenjumikið væri um kóngulær á landinu í ár.

Þóra sagði engar sérstakar mælingar fara fram til að fylgjast með fjölda þessara áttfættu nágranna okkar sem sumir kæra sig sem minnst um að hafa nálægt sér. Hún sagði sína tilfinningu þó vera þá að fjöldinn væri ekki meiri nú en í meðalári.

Benti Þóra á það, til huggunar þeim sem þykja kóngulærnar hvimleiðar, að þær væru rándýr og gætu átt þátt í því að fækka ýmsum flugum og pöddum sem jafnvel væru enn hvimleiðari. Það ætti þó ekki við um geitungana sem flestum þykja væntanlega mesta plágan. Einkum þegar líður að hausti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×