„Ég er enginn kynþáttahatari“ Breki Logason skrifar 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór Hafsteinsson „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira