Hættu hjá Borg vegna vangoldinna gjalda Atli Steinn Guðmundsson skrifar 14. maí 2008 16:20 Höfuðstöðvar Borgar í Kópavogi. MYND/Vilhelm Gunnarsson „Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira