Innlent

Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð

Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð í Borgarfirði eftir að vatnsagi rauf hann í fyrrinótt. Þar stíflaðist ræsi, með fyrrgreindum afleiðingum, og ætlar Vegagerðin að setja mun afkastameira ræsi í staðinn.

Ef allt gengur eftir áætlun, ætti bráðabirgðaviðgerð að ljúka síðdegis. Þangaðtil þurfa ökumenn að aka Borgarfjarðarbraut, sem lengir norðurleiðina um 20 kílómetra.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir á mörgum leiðum um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×