Viðskipti innlent

Ánægja með störf Lárusar Welding

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Mynd/Vilhelm

Stjórn Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Markaðnum í gær og í morgun þess efnis að breytingar séu fyrirhugaðar á stjórn bankans og að orðrómur sé um að Lárus Welding, forstjóri, standi upp fyrir nýjum manni.

Í yfirlýsingu stjórnar Glitnis segir eftirfarandi:

„Vegna umfjöllunar Markaðarins í gær og morgun vill stjórn Glitnis koma eftirfarandi á framfæri. Stjórnin lýsir yfir fullum stuðningi við forstjóra félagsins, Lárus Welding, og vísar orðrómi um breytingar á stöðu hans á bug. Jafnframt lýsir stjórnin yfir ánægju sinni með þau störf sem forstjórinn og aðrir stjórnendur bankans hafa innt af hendi síðan breytingar voru gerðar á yfirstjórn hans vorið 2007.

Fyrir hönd stjórnar,

Þorsteinn M. Jónsson, formaður

Jón Sigurðsson, varaformaður"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×