Innlent

Taka sér tíma í að fara yfir sjálfstæði Kosovo

Ói Tynes skrifar

Aldrei stóð til að Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun um að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Íslendingar muni taka sér tíma til þess að skoða málið.

Tugir þjóða hafa þegar viðurkennt sjálfstæði Kosovo. Tugir annarra þjóða hafa ekki gert það. Helsta ástæðan er sú að þessar þjóðir hafa minnihlutahópa innan sinna landamæra sem stjórnvöld óttast að muni hefja eða herða baráttu fyrir sjálfstæði.

Meðal þessara landa eru Spánn þar sem Baskar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæðu ríki sínu í norðurhéruðum landsins. Aðrir hafa aðrar ástæður, eins og til dæmis Filippseyjar. Þar óttast stjórnvöld að viðurkenning geti flækt samningaviðræður við íslamska aðskilnaðarsinna í suðurhluta landsins.

Af Norðurlöndunum hafa Danir og Finnar viðurkennt sjálfstæði Kosovo. Íslenska ríkisstjórnin á hins vegar eftir að fara yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×