Innlent

Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir fær 43,9% stuðning sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins samkvæmt netkönnun á vegum Capacent Gallup. Gísli Marteinn Baldursson kemur næstur á eftir Hönnu með 17,0%.

1800 Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Endanlegt úrtak var 1539 eintaklingar og svarhlutfall var 72,4%.

Spurt var:

Samkvæmt samkomulagi borgarstjórnarflokka Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra mun embætti borgarstjóra koma í hlut Sjálfstæðisflokksins síðar á þessum kjörtímabili. Hvaða borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna vilt þú helst að taki við embætti borgarstjóra?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fékk 8,2% og Júlíus Vífill Ingvarsson 8,0%. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlaut 2,1%, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen 1,8% og Kjartan Magnússon 1,3%.

17,7% vildi engan af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þar voru m.a nefndir Dagur B Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Þórólfur Árnason og Árni Sigfússon.

Það vekur óneitanlega athygli að 91,8% svarenda vilja að einhver annar en Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson taki við embætti borgarstjóra.

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í Íslandi í dag fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×