Viðskipti innlent

Verulegur viðsnúningur hjá Sparisjóði Bolungarvíkur

Bolungarvík.
Bolungarvík. Mynd/Jónas

Sparisjóður Bolungarvíkur tapaði 322 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 231 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn nemur rúmum hálfum mánuði á milli ára.

Afkoma sparisjóðsins var neikvæð um rúman halfan milljarð króna fyrir skatta á tímabilinu. Á fyrri hluta síðasta árs nam hagnaðurinn hins vegar 277 milljónum króna.

Hreinar rekstrartekjur vor neikvæðar um 299 milljónir króna en voru jákvlæðar um 395 milljónir í fyrra. Hreinn rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum nam 1,2 prósentum á fyrri hluta árs en það er 0,1 prósentustigi minna en í fyrra.

Þá nam virðisrýnun útlána 90 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 246 prósenta aukning frá í fyrra.

Þá námu hreinar vaxtatekjur námu 60,3 milljónum króna, sem er 1,5 prósenta aukning frá í fyrra.

Eigið fé nam rúmum 1,5 milljörðum króna í júnílok og hefur það lækkað um 23,7 prósent frá áramótum. Eiginfjárhlutfall var 10,11 prósent í lok tímabilsins.

Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 33,9 prósent samanborið við 37,5 prósenta arðsemi í fyrra.

Heildareignir námu 9,5 milljörðum króna í júnílok og hafa þær aukist um 2,8 prósent frá áramótum.

Sparisjóðurinn segir í tilkynningu að uppgjörið beri þess merki að aðstæður á fjármálamörkuðum hafi verið erfiðar. Hafi sparisjóðurinn fært varúðarfærslur til lækkunar á eignasafni sínu til að mæta neikvæðri þróun á hlutabréfamörkuðum og versnandi efnahagsástandi. Horfur séu á að seinni hluti ársins verður góður að því gefnu að markaðsaðstæður versni ekki mikið frá því sem orðið er.

Uppgjör Sparisjóðs Bolungarvíkur








Fleiri fréttir

Sjá meira


×