Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn! 29. október 2008 05:00 Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum. Markaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum.
Markaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira