Íslenski boltinn

Ólafur: Vorum ekki góðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
„Þetta var klárlega okkar slakasti leikur í dágóðan tíma," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap sinna manna fyrir Valsmönnum í kvöld, 2-0. Ólafur fær nú að raka yfirvaraskegg sitt af þar sem tveggja mánaða taplausri hrinu Blika er lokið.

„Valsararnir voru grimmari og nýttu þau færi sem þeir fengu. Ég trúi ekki öðru en að mínir menn hafi lagt sig alla fram en það dugði bara ekki í dag," sagði Ólafur. „Við fundum aldrei taktinn í sóknarleiknum og gáfum þeim líka forgjöf með markinu í upphafi leiksins. Eftir það var á brattann að sækja og Valsmenn áttu þennan leik fyllilega skilinn."

Guðmundur Benediktsson kom Val yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og Sigurbjörn Hreiðarsson bætti um betur í síðari hálfleik. Leikur Blika við FH í næstu umferð frestast vegna leik bikarmeistaranna gegn Aston Villa ytra og eiga því Blikar næst KR-inga í undanúrslitum bikarkeppninnar mánudaginn 1. september.

„Nú tekur bikarkeppnin forgang en við erum ekki búnir að segja okkar síðasta í deildinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×