Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. ágúst 2008 14:24 Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður. Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira
Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana
Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira