Viðskipti innlent

Færeyingar rísa og falla

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 3,85 prósent í Kauphöll Íslands í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á sama tíma féll gengi bréfa í Eik banka um 6,93 prósent.

Gengi bréfa í Icelandair hækkaði næstmest, eða um 2,48 prósent, um 1,77 prósent í 365, 1,57 prósent í Atlantic Airways og um 1,25 prósent í Alfesca. Gengi Bakkavarar og Össurar hækkaði um tæpt prósent.

Ef frá er skil fall Eik banka þá lækkaði gengi Glitnis um 1,6 prósent, Teymis um 1,47 prósent, Landsbankans um 1,29 prósent og Existu um 1,05 prósent. Þá lækkaði gengi Century Aluminum, Kaupþings, Marel, Atorku og Straums um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,91 prósent og stendur hún í 4.377 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×