Hansa í lögfræðidrama 28. október 2008 06:30 Hansa leikur í Rétti en að henni stendur mikið lögfræðislekti, foreldrar hennar eru Örn Clausen og Guðrún Erlendsdóttir. „Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum," segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona - sem betur er þekkt sem Hansa - og hlær. Verið er að ganga frá ráðningum leikara í mikið réttardrama - Réttur - sem Saga film er að hefja á tökur fyrir Stöð 2, þáttaröð sem er í sex þáttum en þó þannig að hver þáttur er sjálfstæður. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson en handrit skrifa þau Sigurjón Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir og Kristinn Þórðarson. Í aðalhlutverkum verða þau Hansa, Magnús Jónsson og Víkingur Kristjánsson sem mynda þriggja manna lögfræðiteymi. Hansa er komin af miklu lögfræðislekti. Faðir hennar er einhver þekktasti lögmaður landsins, Örn Clausen, móðir hennar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, og systir hennar, Guðrún Sesselja, er lögfræðingur. „Ég er aldrei beðin um að koma í prufur. Nema fyrir löngu í þetta. Og svo aftur um daginn. Var frekar vör um mig og spurði hvort þeir væru að djóka? Hvort þetta væri af því það eru svo margir lögfræðingar í kringum mig? Þá höfðu þeir ekki hugmynd um það," segir Hansa. Sigurjón Kjartansson segir það ekkert öðruvísi en svo að Hansa hafi steinlegið. „Ekkert smá. Hún situr í þessum karakter. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Við prófuðum margar leikkonur en hún rúllaði þessu upp. Sem er hið besta mál." Að sögn handritshöfundarins getur reynst flóknara að skrifa handrit að þáttaseríu þar sem hver þáttur er sjálfstæður. „Oft er tímafrekt að vinna með kannski tvær til þrjár sögur í hverjum þætti sem þurfa sitt upphaf, miðju og endi. En eitt sakamál er undirliggjandi í allri seríunni. Sem poppar stundum upp og hvílist þess á milli. Þetta er mikil stúdía." Í upphafi nutu handritshöfundar hjálpar hins skelegga lögmanns Brynjars Níelssonar Og á seinni stigum kom Helgi Jóhannesson lögmaður að málum. „Sá ágæti lögmaður. Hann las yfir handritið, kom með punkta og ef eitthvað stóðst ekki þá breytti ég því. Það er mikilvægt að vera réttu megin við lögin í svona skrifum," segir Sigurjón. Tökur hefjast um miðjan nóvember og leikstjórinn Sævar er spenntur enda er þetta hans stærsta verkefni. Sævar leikstýrði Venna Páer og einni syrpu af Stelpunum. „Þetta er fín tilbreyting frá auglýsingunum sem ég hef verið að leikstýra árum saman. Þótt lögfræðidrama hafi verið vinsælt format í Ameríku hefur þetta ekki verið myndað hér áður en málin verða af íslenskum toga og má lofa drama og spennu í þessu." Samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 stendur til að frumsýna þættina í janúar. - jakob@frettabladid.is Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum," segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona - sem betur er þekkt sem Hansa - og hlær. Verið er að ganga frá ráðningum leikara í mikið réttardrama - Réttur - sem Saga film er að hefja á tökur fyrir Stöð 2, þáttaröð sem er í sex þáttum en þó þannig að hver þáttur er sjálfstæður. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson en handrit skrifa þau Sigurjón Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir og Kristinn Þórðarson. Í aðalhlutverkum verða þau Hansa, Magnús Jónsson og Víkingur Kristjánsson sem mynda þriggja manna lögfræðiteymi. Hansa er komin af miklu lögfræðislekti. Faðir hennar er einhver þekktasti lögmaður landsins, Örn Clausen, móðir hennar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, og systir hennar, Guðrún Sesselja, er lögfræðingur. „Ég er aldrei beðin um að koma í prufur. Nema fyrir löngu í þetta. Og svo aftur um daginn. Var frekar vör um mig og spurði hvort þeir væru að djóka? Hvort þetta væri af því það eru svo margir lögfræðingar í kringum mig? Þá höfðu þeir ekki hugmynd um það," segir Hansa. Sigurjón Kjartansson segir það ekkert öðruvísi en svo að Hansa hafi steinlegið. „Ekkert smá. Hún situr í þessum karakter. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Við prófuðum margar leikkonur en hún rúllaði þessu upp. Sem er hið besta mál." Að sögn handritshöfundarins getur reynst flóknara að skrifa handrit að þáttaseríu þar sem hver þáttur er sjálfstæður. „Oft er tímafrekt að vinna með kannski tvær til þrjár sögur í hverjum þætti sem þurfa sitt upphaf, miðju og endi. En eitt sakamál er undirliggjandi í allri seríunni. Sem poppar stundum upp og hvílist þess á milli. Þetta er mikil stúdía." Í upphafi nutu handritshöfundar hjálpar hins skelegga lögmanns Brynjars Níelssonar Og á seinni stigum kom Helgi Jóhannesson lögmaður að málum. „Sá ágæti lögmaður. Hann las yfir handritið, kom með punkta og ef eitthvað stóðst ekki þá breytti ég því. Það er mikilvægt að vera réttu megin við lögin í svona skrifum," segir Sigurjón. Tökur hefjast um miðjan nóvember og leikstjórinn Sævar er spenntur enda er þetta hans stærsta verkefni. Sævar leikstýrði Venna Páer og einni syrpu af Stelpunum. „Þetta er fín tilbreyting frá auglýsingunum sem ég hef verið að leikstýra árum saman. Þótt lögfræðidrama hafi verið vinsælt format í Ameríku hefur þetta ekki verið myndað hér áður en málin verða af íslenskum toga og má lofa drama og spennu í þessu." Samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 stendur til að frumsýna þættina í janúar. - jakob@frettabladid.is
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira