Formúla 1

Hamilton: Besti sigurinn á ferlinum

Lewis Hamilton var ekki í nokkrum vafa um að sigur hans á Silverstone í dag hefði verið sá besti á ferlinum. Hann segir keppnina líka hafa verið eina þá erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í.

"Þetta var langbesti sigur minn á ferlinum en líka ein erfiðasta keppni sem ég hef tekið þátt í. Ég heyrði í áhorfendunum þegar ég kom á lokahringinn og sá fólk standa upp - svo ég lá eiginlega á bæn þangað til ég ók yfir endalínuna," sagði Hamilton.

Hann varð fyrsti Bretinn til að sigra á Silverstone síðan árið 2000 þegar David Coulthard afrekaði það.

"Liðið vann frábæra vinnu í dag en mig langar líka að tileinka fjölskyldu minni þennan sigur. Við höfum gengið í gegn um erfiða tíma síðustu vikur, en fjölskylda mín er alltaf til staðar fyrir mig," sagði hinn 23 ára gamli Englendingur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×